Myndin útskýrð

Ég ætti kannski að gera lesendum mínum þann greiða að útskýra hvað málið er með nýju myndina hérna. Myndin er tekin á Akureyri þegar við vorum að fara yfir draslið hans afa í bílskúrnum, ég fann þá þessi hlífðargleraugu og setti þau upp. Gleraugum voru ákaflega þröng og óþægileg yfir nefið sem gerði það að verkum að ég setti upp þennan fallega svip sem Eygló náði síðan að mynda.