Placebo, frábær hljómsveit alveg, frábærir tónleikir. Falleg rokktónlist. Ég er ánægður og myndi helst vilja fara aftur að sjá þá.
Ég var samt lítið hress og fólkið sem var með okkur í stúkunni var ákaflega lítið skemmtilegt. Þegar kom að uppklappi þá fékk ég fólk til að standa á fætur en það settist aftur niður þegar hljómsveitin var byrjuð að spila, fólk stóð aftur á fætur í seinna uppklappinu en settist aftur niður, fólkið stóð loksins almennilega á fætur í Nancy Boy. VIP-fólkið sem sat rétt hjá mér var alveg leiðinlegast, dauft og úr takti.
Ég hefði hoppað niður í þvöguna ef ég væri ekki svona eftir mig útaf veikindunum.
Settlistinn var góður, bara einstaka lag sem maður saknaði.
Mig langar að vita hvers vegna þeir voru sífellt að skipta um hljóðfæri, það var afar undarlegt. Brian Molko er afar skemmtilegur á sviði, hann talaði fyrst eftir svona þrjú eða fjögur lög og sagði þá “thanks, takk” og bætti síðan við þegar fólk fagnaði þessum orðum hans “it speaks”. Ef ég myndi búa til lista einsog systir mín kæra þá færi Brian líklega á hann.
Annars þá gekk allt á afturfótunum á leið okkar á tónleikana, fyrst gleymdum við miðunum heima sem var reyndar allt í lagi af því biðröðin var stutt. Næst týndi Eygló miðunum inn í bílnum, við vorum heillengi að finna þá og vorum orðin afar áhyggjufull.