Á tónleikunum í gær keypti ég mér tvo boli. Fyrst keypti ég mér bol með lógói framan á og lista yfir tónleika aftaná, sá er nothæfur í vinnunni. Þegar ég sá hve vel þessi bolur passaði þá bað ég Eygló um að kaupa líka annan bol handa mér sem á stendur “Danger! Fire kills children”, ég sé ekki fyrir mér að nota hann í vinnunni, Eygló keypti sér reyndar annan eins (minni með kvensniði reyndar).