Ég var að skoða NetMoggann áðan og tók eftir því að titill síðunnar er “Morgunblaðið á Netinu”. Er þetta ekki óþarfi? Getum við ekki gert ráð fyrir að fólkið sem er að skoða Moggann á netinu geri ráð fyrir að þetta sé Mogginn á Netinu, ekki stendur “Morgunblaðið á pappír” á hefðbundnu útgáfu Moggans. Kannski að maður ætti bara að vera ánægður með það stendur ekki þarna “Morgunblaðið á Alnetinu” eða “Víðnetinu” eða eitthvað álíka heimskulegt.