Nágrannar mínir eru tillitslausir og leiðinlegir

Við vorum að hreinsa sameignina hérna og ég verð að segja nágrannar mínir hafa engan áhuga á því að gera manni hreinsunarstarfið auðveldara. Það kemur skýrt fram í reglunum að það eigi ekki að vera neitt í þvottahúsinu á þriðjudögum en samt er allt fullt af drasli þarna, ég var að velta fyrir mér að fleygja þessu öllu í ruslið. Til að mynda var þarna niðri þvottagrind sem mér finnst yfirhöfuð ekkert eiga heima þarna, reyndar voru tvær þvottagrindur þarna en allavega var hin lögð saman upp við vegg.

Þó að það eigi ekki að fara inn í þvottahúsið á meðan á þrifum stendur þá var þrisvar ruðst þarna inn, þar á meðal ein sem ætlaði bara að láta í þvottavél. Þegar ég útskýrði fyrir henni að ég þyrfti nú að nota þvottavélina til að þvo skúringardótið þá tók hún bala af fötum sem var þarna niðri „svo það yrði ekki fyrir mér“, full seint þar sem balinn var fyrir mér á meðan ég var að skúra gólfið (sem hún gekk yfir og óhreinkaði á meðan það var ennþá blautt).

Í nótt var einhver að þvo niðrí þvottahúsi þó það megi ekki eftir 22:00, það kemur að því að ég fer bara niður og stoppa þvottavélina til þess að þurfa ekki að heyra í henni. Pirrpirr.