Hálfviti á rútu

Við vorum að keyra Njarðargötuna í gær og ætluðum að beygja inn í Þórsgötuna, fyrir framan okkur var rúta sem stoppaði fyrir framan Þórsgötuna þannig að enginn komst inn eða útúr henni. Þegar ég sá að náunginn ætlaði bara að vera þarna þá flautaði ég á hann í von um að hann myndi færa sig áfram nokkra metra þannig að ég kæmist inn í götuna en fíflið færði sig ekki. Þarna þurfum við að bíða í svona 2-3 mínútur á meðan kallinn var að taka ferðamenn upp í rútuna.

Rútan var frá Snæland Grímsson og númerið á henni byrjaði á DA ef ég man rétt, vinsamlegast gefið skít í þetta rútufyrirtæki af því þessum bílstjóra fannst allt í lagi að gefa skít í allt og alla í kringum sig.