Reglurnar sem gilda fyrir aðra

Í DV í dag eru myndir af slagsmálum á Austurvelli (ef ég man rétt), þar er líka talað um að fólk hafi ekkert verið að reyna að stöðva átökin heldur bara fylgst ánægt með. Mér fannst á þessum ummæli sem DV væri að gera lítið úr fólkinu þrátt fyrir ljósmyndarinn þeirra hafi sjálfur staðið hjá og tekið myndir í stað þess að skipta sér að.

Þetta minnir mig svoltið á þegar Díana Prinsessa dó og allir fjölmiðlar voru fullir af gagnrýni á vondu ljósmyndarana sem höfðu verið að elta bílinn hennar. Dagana fyrir slysið voru allir fjölmiðlar fullir af myndum af Díönu og Dodi sem sömu ljósmyndarar höfðu tekið. Fokkings hræsnarar.