Það hefur einhvern veginn gleymst í allra vitleysunni undanfarið að fjölmiðlafrumvarpið náði allavega að hafa áhrif á einn fjölmiðil, vefurinn Maddaman var drepin fyrir að vera ósammála. Það verður að teljast ósannfærandi að halda því fram að þessi bilun í hugbúnaði hafi náð að halda vefnum niðri í tvo mánuði.
Ekki það að ég sakni Maddömunar, hún var leiðinleg, ekki einu sinni nógu spennandi til að pirra mann. Kannski ætti maður bara að vera þakklátur fyrir þetta en mér finnst ákaflega skrýtið að framsóknarmenn skuli ekki átta sig á að það er eitthvað að flokksforystu sem slátrar vefriti fyrir að koma með smávægilega gagnrýni.