Það verður til skúffukaka (með frosting en ekki súkkulaðikrem) í kvöld, að öllum líkindum verð ég einn heima (frúin litla er útí sveit) til að gefa nauðstöddum kökubita. Ef þið viljið koma þá væri kannski gott að hringja á undan sér, kommenta um það hérna eða senda mér tölvupóst á olis hjá hi.is. Endilega kíkið við, ég þurfti að búa til köku til að hráefnið færi ekki yfir síðasta söludag.