Hvað er í veskinu mínu?

  • Þrjár myndir af Eygló + ein af okkur saman
  • Bókasafnsskírteini frá Bókhlöðunni og Borgarbókasafninu (hið seinna er gagnslaust vegna nýja kerfisins)
  • Gula kortið sem staðfestir að ég var í HÍ síðasta vetur.
  • Afsláttarkort frá Videoheimum, síðasta spóla sem ég tók var fríspóla.
  • Tvö afsláttarkort frá American Style.
  • Debetkort
  • Ökuskírteini
  • Kort í Bíófélaginu 101 sem ég held að sé löngu dautt.
  • Kort frá Bifreiðaverkstæði
  • Lyklar úr vinnunni
  • Ýmsar kvittanir, til að mynda fyrir skóm.
  • Tveir bíómiðar, Spiderman 2

Hvað er hægt að segja um mig útfrá þessu? Reyndar er aðeins búið minnka í veskinu akkúrat núna.