Læt vaða

Ég ætla að fara til Færeyja, held að þetta ætti að ganga, þarf eiginlega bara að fá staðfest að ég komist frá Klaksvík til Vága á sunnudeginum. Fer líklega einn þó tveir séu ennþá að spekúlera að koma með. Boney M! Ken Hensley! Og náttúrulega aðalástæðan er Týr. Ahh.

Ég er reyndar ekkert sérstaklega spenntur fyrir Boney M þó það verði fyndið að sjá hljómsveitina, Ken Hensley gæti hins verið spennandi, hann var í upprunalegu Uriah Heep.