Tilviljanir

Um helgina sá ég frétt um fornleifauppgröft á Hólum í Hjaltadal, þar fannst B úr prentsmiðjunni. Í fréttinni talaði fréttamaðurinn eitthvað um að það væri nú merkileg tilviljun að þarna væri komið B einsog í Biblíu vegna þess að Guðbrandsbiblía hefði einmitt verið prentuð þarna.

Jey, frábær tilviljun.

Segjum að það hefði fundist G – Einsog í Guðbrandur, Guð og Guttenberg.

Segjum að það hefði fundist H – Einsog í Hólar í Hjaltadal.

Segjum að það hefði fundist J – Einsog í Jesús og Jón Arason (sem flutti prentsmiðjuna til landsins).

Segjum að það hefði fundist P – Einsog í Prentsmiðja.

Ég er nokkuð viss um að með vilja þá er hefði verið hægt að búa til svona tilviljanir fyrir nær hvern einasta staf rófsins.