Að berjast gegn en ekki fyrir?

Mér þykir þetta áhugaverð færsla. Þessi náungi talar um að hann sé í þessu stjórnmálabrasi til að berjast gegn vinstri mönnum, ég hefði haldið að fólk væri í stjórnmálum til að berjast fyrir hugsjónum sínum en þessi Heimdallsgaur er greinilega ósammála mér. En hvað um það, ég óska liðinu hans góðs gengis í Heimdallskosningunum.