Er Mist Eik flökkusaga?

Eygló hefur ekkert að gera og hefur lagst í rannsóknarvinnu, hún finnur enga Mist Eik í Þjóðskrá, á Barnalandi né í Íslendingabók. Hún vildi ekki blogga um þessar niðurstöður enda möguleiki að barnið sé splunkunýtt.

Ég skoðaði málið og tel að hugsanlega sé upphaf sögunnar að finna hér þarna voru einhverjir að tala um bullnöfn á börnin sín, mér fannst Ríta Lín nokkuð gott.

Hér er gervifyrirtæki með gervistarfskonunni Mist Eik.
Hér er síðan talað um einhvern sem hefur klannafnið (tölvuleikjaklan) Mist Eik.

Það er síðan ekki fyrren í svona júlí síðastliðnum sem fólk talar um þetta sem alvöru nafn (þessi hlekkur virkar kannski ekki).

Ég held að það séu allar líkur á því að hér sé um að ræða flökkusögu sem hefur tekið sér flug á netinu, mér sýnist að hún hafi raunar tekið sér krók út í kjötheima en síðan snúið aftur á netið með krafti.

Allir geta gert mistök (eða eikur).