Kertafleyting

Í gær fór ég í kvöldmat út í Straumsvík, reyndar ekki nákvæmlega í Straumsvík heldur stað sem er jafn langt í burtu en ekki jafn aðgengilegur, meiraðsegja var búið að gera leiðina aðeins verri síðan við komum þarna síðast. Þarna hitti ég hamstur framkvæmdarstjóra Framsóknarflokksins sem hvæsti á mig (hamsturinn, ekki framkvæmdarstjórinn). Ég vissi ekki einu sinni að hamstrar gætu hvæst.

Eftir þetta þá fór ég á kertafleytinguna, fullt af fólki þar, hápunkturinn var kannski að ég kynnti mig fyrir Sigga Pönk og hann kannaðist við nafnið mitt. Ég tók síðan myndir af öllu og öllum, ég bætti í safnið mitt af lélegum myndum af Katrínu Jakobsdóttur og náði líka afspyrnu vondri mynd af Ármanni. Annars þá held ég að ég sleppi öllu nafnadetti hérna því það tæki of langan tíma, sérstaklega af því maður þyrfti eiginlega að hlekkja á alla þessa bloggara í leiðinni.