Til að svara nokkrum bloggurum þá eru þetta Skotar sem eru að elta liðið sitt sem var að keppa við FH í kvöld. Ég rakst á þá í dag.
Þegar ég var á Austurvelli í dag voru Skotar að klifra á Jóni Sigurðssyni og létu fótboltatrefil á hann, síðan héldu þeir á fána fótboltaliðsins á milli sín þannig að það skyggði á Frumherjann (heitir verkið ekki það?). Enginn Íslendingur tók þetta nærri sér að því er ég sá, kannski að það hafi verið einhver bitur þjóðernissinni þarna sem þorði ekki að bjóða þeim í byrginn.