Kvikmyndaklúbburinn

Kvikmyndaklúbburinn ætti að vera endurlífgaður núna á næstunni, hann hefur legið í dvala yfir sumarið, síðan er póstlistinn horfinn þannig að ég bið þá sem vilja vera með um að senda mér línu á olis hjá hi.is ef þið vilduð vera svo væn.

Það lítur út fyrir að verða ákaflega auðvelt að nálgast urmul af klassískum myndum, allt ókeypis meiraðsegja, gleðin er augsjáanlega algjör. Látið mig vita, hvort sem þið voruð áður eða ekki, bara ef þið viljið vera með í nördaklúbbinum mínum.