Ég var að breyta skráningu minni núna, úr Inngangi að miðlun og í Heimspekileg forspjallsvísindi. Biðröðin hjá Nemendaskrá var hrikalega löng og til að gera allt flóknara þá lágu engin eyðublöð frammi á gangi. Ég sagði konunni sem afgreiddi mig að það ætti að láta eyðublöð fram en hún sagði að það væri slæm reynsla af því, fólk tæki með sér eyðublöð og gleymdu að skila þeim, síðan héldi það fram að það hefði skilað þeim. En kommon, er ekki bara einfalt að biðja fólk að sýna afritið? Það væri jafnvel hægt að stimpla afritið til þess að gera þetta formlegt.