Brando, Brando, ofbeldi og ofbeldi

Kvikmyndaklúbbskvöldið í gærkvöldi var fjörugt þó það hafi verið fámennt, var of seinn til að auglýsa það. Brando og Brando, mikið var maðurinn mikið fyrir svipbrigði, verð að játa við hæddumst töluvert að myndunum.

Eftir tvær vikur ætlum við að sýna Resevoir Dogs og True Romance, frábærar myndir báðar tvær, ofbeldi og ofbeldi. Ef einhver fékk ekki tölvupóst frá mér um síðasta kvöld en vill fá póst þá er það endilega að láta mig vita, ég lofa líka að auglýsa næsta kvöld með góðum fyrirvara.