Svíþjóð um áramótin?

Við Eygló erum að velta upp þeirri hugmynd að skreppa til Svíþjóðar yfir áramótin að hitta Önnu systur, ég var að skoða verðið og það þyrfti ekki að vera neitt of dýrt. Reyndar þá vantar núna aðalatriðið og það er að vita hvort Anna verði yfirhöfuð heima á þessum tíma, þau eru nú oft á ferðalagi á þessum tíma, fara að hitta fjölskyldu Havals og svona. Ég stefni á að hringja í Önnu í kvöld þegar ég kem heim ti að spyrja hana. Þetta kemur allt í ljós.