Kjöltuhundur forsætisráðherra

Davíð Oddsson að hætta sem forsætisráðherra? Frábærar fréttir, eða hvað? Halldór kominn í staðinn, úff, er það ekki óþarfi. En hverju breytir þetta? Davíð ræður væntanlega meiru en nokkru sinni áður af því Halldór er svo vel og vandlega í rassvasanum hans. Kjöltuhundurinn er verðlaunaður fyrir tryggð sína en ólin hefur aldrei verið styttri.

Hvað hefur Halldór gert til að verðskulda þetta embætti? Ekki nokkurn skapaðan hlut, hann á embættið ekki skilið. Það sem Halldór á skilið er að vera sendur til Íraks þar sem hann getur eytt dögum sínum í leit að gereyðingarvopnum. Hefur Framsóknarflokkurinn nokkurn tíman sokkið lægra en undir leiðsögn Halldórs? Getur hann sokkið lægra? Já, undir leiðsögn Halldórs.

Þegar þið lesið þetta þá skulið þið muna að ég var einu sinni framsóknarmaður (sem unglingur, það var vegna þess að ég taldi Framsóknarflokkinn vinstri flokk, sumir halda það ennþá) og flestir ættingjar mínir eru framsóknarmenn (og margir þeirra telja Framsóknarflokkinn ennþá vinstri flokk).