… en ég vissi ekkert af þessu! Hver stal tíðunum okkar? Hvernig gerðist það að við misstum sex tíðir?! Hvað hefur gerst á þeim rétt rúmlega níu árum síðan ég var í grunnskóla? Á einhvern undarlegan hátt þá finnst mér ég hafa verið rændur.
Ég kem ekki til með að jafna mig á þessu strax. Ég kom nefnilega alveg af fjöllum þegar ég frétti þetta. Ég hef komið á óvart með þekkingu á þessum tíðum í gegnum tíðina. Ég hafði komið þessu inn í hausinn á mér. Ég mun koma til með að sakna þessara tíða. Ég mun hafa komið vel út úr prófum er vörðuðu þessar tíðir. Ég myndi koma þeim til hjálpar sem berðust fyrir hönd þessara tíða. Ég myndi hafa komið með gagnrýni á hugmyndina um að leggja niður þessar tíðir ef tækifæri hefði gefist.
Þið afsakið þetta kast, þetta var samt bara í tveim tíðum.