Hverfisgatan er lokuð í dag vegna bíllausa dagsins. Hverjum datt þetta í hug?
Ég byrja á því að taka fram að ég hafði ekki hugmynd um að það væri bíllausi dagurinn í dag og keyrði því á námskeiðið sem ég þurfti að fara á vegna vinnunnar, ég ætlaði að fara Hverfisgötuna en þá var hún lokuð einsog segir hér að ofan. Vegna þessarar lokunnar þá þurfti ég að fara aðra og lengri leið, bæði fram og til baka. Er tilgangnum þá náð? Átti að láta mig eyða meira bensíni og menga þar af leiðandi meira?
Hverfisgatan er að mínu mati ákaflega mikilvæg umferðaræð og það að loka henni svona í einhverju djóki er bara hálfvitaskapur. Það er ekki einsog það sé einhver skortur af lokuðum götum þessa daganna, ég þarf nú þegar að taka ógnarkróka útaf þessum bjánalegu Hringbrautarframkvæmdum.
Hver er „heilinn“ á bak við þessar ákvarðanir?