Ástæðulaust stolt

Stúdentaráð var að senda mér tölvupóst með monti um að það eigi að hafa Odda opin til miðnættis, hverjum er ekki sama um Odda? Mér finnst þetta stolt sem þarna kom fram frekar barnalegt í ljósi þess að peningarnir sem eru notaðar í þennan auka opnunartíma voru teknir frá Þjóðarbókhlöðunni. Tölvupósturinn lokar á þeim orðum að það eigi að þrýsta á lengri opnunartíma í öðrum byggingum.

Ég hef áður bent á að styttri opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar er í beinum tengslum við þrýsting Stúdentaráðs á það að hafa lengri opnunartíma í öðrum byggingum Háskólans.

Hvernig stendur á því að Stúdentaráð hrósar sér fyrir þetta afrek sitt á meðan það gagnrýnir Háskólann fyrir það hvernig peningarnir voru fengnir? Þetta er tvöfeldni að mínu mati. Ég sagði um daginn að það ætti ekki að mótmæla skertum opnunartíma Bókhlöðunar fyrir framan hana heldur við Alþingi eða Menntamálaráðuneytið, ég hafði kannski rangt fyrir mér, kannski ætti að mótmæla fyrir framan skrifstofu Stúdentaráðs.