Jæja, hvað gerði ég? Eða öllu heldur við. Við Eygló stukkum á tilboð í líkamsrækt og rétt áðan fórum við í fyrsta skipti, það var merkilega hressandi. Ég var svo sem ekki að leggja mikið á mig í þetta sinn en stefni á að gera mér þetta alltaf aðeins erfiðara. Það eina sem vantaði í þetta skipti var öskrandi rokktónlist til að drekkja ömurlegu tónlist sem á heima á flestöllum svona stöðvum.