Varðandi Hæstarétt Íslands

Ég ætla að fylgja Daníel eftir í þessu máli og var því að senda yfirlýsingu til Dómsmálaráðuneytis (postur@dkm.stjr.is), ég hvet aðra til að gera hið sama:
Ég, Óli Gneisti Sóleyjarson kt. 040279-3779, lýsi því hér með yfir að ég undanskil mig hér með undan dómum Hæstaréttar Íslands og mun ekki líta svo á í framtíðinni að dómar hans eigi við um mig, né mun ég lúta þeim, þar sem ég tel Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa neina lögsögu yfir mér og mínu lífi. Gildir þessi yfirlýsing þangað til Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafa látið af störfum Hæstaréttardómara eða þangað til dómarar verða skipaðir af öðrum en ráðherra á grundvelli annarra krafna en skyldleika og flokksskírteina. Hafa síðustu tvær skipanir í dóminn svo ofboðið réttlætiskennd minni og siðferði að ég finn mig knúinn til að gefa þessa yfirlýsingu. Virðingarfyllst:
Óli Gneisti Sóleyjarson