Skyrdagur búinn

Jæja, dagurinn búinn, góður dagur. Kíkið á Vantrú, þar er myndaseríu frá deginum og einnig áhugaverð mynd af lögreglumanni að taka fyrir hendurnar á forsetafrúnni. Dagurinn á skilið að fá langa færslu um sig og hann mun fá það en ég hef verið að reyna að fara að sofa í svona hálftíma og geri það núna.

Jamm og Stöð 2 sagði að við hefðum verið að selja skyr, það er ekki rétt, allt var gefið. Þeir hefðu mátt spyrja okkur um þetta. En viðtal við Helga, raunar ekki um okkar mál en vel farið með kallinn, skondið að sjá eitthvað í sjónvarpinu sem maður sá í nærmynd.