Leiðinlegur tími í heimspekilegum forspjallsvísindum

Í gær var tími í heimspekilegum forspjallsvísindum þar sem átti að ræða guðfræði, ég bjóst nú við að þetta yrði skemmtilegt, annað hvort yrðu guðfræðingar fúlir eða ég fengi eitthvað til að ergja mig yfir. Það eina sem ég náði að ergja mig yfir í þessum tíma er hve illa var farið með umræðuefnið, klén framsetning og þurr. Gestakennarinn var stefnulaus og vissi ekkert hvað hann ætlaði að segja. Ég endaði með að ganga út.

Mér verður sífellt meira ljóst hve góður kennari hann Sigurður Ólafsson er, hann kenndi okkur heimspeki í MA. Þar voru sífellt umræður og fólk var ósammála um allt. SÓ gagnrýndi skoðanir manns án þess þó að segja manni hvað maður ætti að hugsa. Þetta endaði ekki þannig að maður var sammála kallinum en allavega vissi maður meira um eigin skoðanir eftir á.

One thought on “Leiðinlegur tími í heimspekilegum forspjallsvísindum”

  1. Þetta hlýtur að vera markmið hvers heimspekikennara, eða í raun kennara í hverju fagi. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að innprenta nemendum einhverjar skoðanir en ég er mjög mikið fyrir það að þau hafi sínar eigin skoðanir og viti hverjar þær eru 😉

Lokað er á athugasemdir.