Vel geymt leyndarmál

Umboðsmaður Alþingis er sammála því að Háskólinn hafi ekki kynnt hertar reglur nógu vel, ég reyndi örugglega að segja þeim þetta á deildarfundi en hvað um það. Það sem er stórfyndið í þessum úrskurði er dulnefni kvartarans:
>Hinn 16. mars 2004 leitaði A, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, til mín og kvartaði yfir ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands frá 18. desember 2003 um að ekki yrðu veittar neinar undanþágur vegna greiðslu skrásetningargjalda fyrir skólaárið 2004—2005.

Hver gæti þessi dularfulli „A“ verið?