Það er svo undarlegt að fólki sé ekki sama um hvað Hannesi Hólmsteini finnst um Halldór Laxness, mig langar ekkert að heyra um þessar kenningar hans. Ekki mistúlka þetta, hann má alveg hafa sínar kenningar, þetta er bara ekki nógu merkilegt til að koma í fjölmiðlum. Það voru ótal áhugaverðir fyrirlestrar í gangi á hug- og félagsvísindaþingunum en athyglin fer öll í óspennandi pælingar um ofmetinn rithöfund.