Ég fór í ræktina áðan, var á hlaupabrettinu í klukkutíma, það er vel þolanlegt þegar maður er að hlusta á Tý. En þegar ég kom inn í búningsklefann þá var þar náungi að tala í síma á meðan hann klæddi sig úr, hann talaði hátt og var greinilega alveg sama þó ég heyrði. Hann endaði inn í sturtuklefa á svipuðum tíma og en var enn að tala í símann. Eftir nokkurn tíma þá áttaði ég mig á því að hann var að tala við vinkonu sína um strákamál, hans og hennar. Eftir nokkra stund þá áttaði ég mig á því að ég hefði aldrei áður verið nakinn með neinum sem ég vissi að væri hommi, ég fattaði líka að ég fór ekki á nokkurn hátt hjá mér. Ég bara hélt áfram í sturtu.
En þetta er grípandi titill á færslunni.
Hann var á leið í gufubað, fór meiraðsegja inn með símann en annars var hann bara að spígspora þarna um.
En ætlarðu að koma í ræktina?
Tokstu i spadann a honum?
Flæðiru yfir bakka þína?
Skítt með kynhneigð mannsins – það er hans mál… En afhverju var hann að tala í símann í sturtunni? Og hvar fær maður vatnsheldan síma?
Sveitt!
Ég er að bræða það með mér – þetta hljómar sannarlega sem hin mest spennandi staður. Allt að gerast og svona 🙂