Eftir langa fæðingu þá er félag trúlausra og efahyggjumanna í Háskóla Íslands að komast á legg. Ég held að þessi hugmynd hafi kviknað um miðja síðustu önn en það var svo óhentugur tími eitthvað, við höfum síðan verið að rembast við þetta undanfarið, vorum nærri því tilbúnir þegar skyrdagurinn kom upp, þá fékk Skeptíkus aðeins að bíða. Nú er þetta tilbúið, fundur á fimmtudag.
>**Skeptíkus**
>
>Ertu kominn með nóg af *kjaftæðinu*?
>Kominn með upp í háls af *biskupnum*? *Prestunum*?
>*Þórhalli* og öllum hinum *miðlunum*?
>*Skottulæknunum?*
>Fullorðnu fólk sem trúir á *álfa*?
>
>Ef svo er komdu þá á kynningarfund hjá Skeptíkusi, félagi efahyggjumanna og trúleysingja í Háskóla Íslands.
>
>Fundurinn fer fram í
>stofu 131 í Öskju
>klukkan 19:30