Stór sigur?

Merkilegt að Stúdentaráð lítur á það sem stórsigur að hafa Bókhlöðuna opna á kvöldin í fjórar aukalegar vikur, það er 16 kvöld. Ég held að þessi tillaga hafi bara verið til að reyna að friða stúdenta og miðað við ánægjuna hjá Jarþrúði þá hefur það tekist. Mér skilst að þjónustan verði áfram skert og eftir áramót verður aftur styttur opnunartími.