Blekkingar Vöku

Mér er að verða óglatt af því að fylgjast með montinu í Jarþrúði og Vöku yfir þessum gervisigri í Bókhlöðumálinu. Þessi svokallaði sigur er í raun opnun í 11 kvöld, 33 tímar. Ekkert meira en það. Bókhlaðan hefði hvorteðer haft opið á kvöldin yfir prófatímann.

Síðan hefur Vaka greinilega leikið tveimur skjöldum í þessu máli. Út á við verið að tala einsog þeir væru á fullu í baráttunni á meðan fulltrúi þeirra greiddi ekki atkvæði gegn skertum opnunartíma. Þar að auki felldi Vaka tillögur um harðar mótmælaaðgerðir og var þess í stað með mislukkaða mótmælastöðu.

Vaka virðist lætur líka einsog það sé enginn að berjast fyrir þessu nema Stúdentaráð (undir forystu Vöku einsog þeir virðist sífellt þurfa að minnast á), ég er viss um að ótal deildarfulltrúar, deildarráðsfulltrúar, skorarfulltrúar og aðrir hafi tekið þátt í baráttunni þó það hafi ekki verið sýnilegt. Aldrei hafði neinn úr Vöku eða Stúdentaráði samband við mig um það að berjast fyrir þessu í deildarráði Félagsvísindadeildar.

Síðan hef ég margnefnt það að Vaka er að berjast gegn eigin verkum, Vaka hefur barist fyrir lengri opnunartíma bygginga og peningarnir sem sparast með skertum opnunartíma Bókhlöðunnar eru settir í að hafa aðrar byggingar HÍ opnar. Vaka hefði getað sagt, við viljum frekar hafa Bókhlöðuna opna en nei. Vaka hrósar sér fyrir að hafa lengt opnunartíma annarra bygginga og skammast yfir skertum opnunartíma Hlöðunnar, þetta er tvöfeldni.