Það er grein eftir mig á Vantrú í dag sem heitir Kristniboð er ekki hjálparstarf. Greinin fjallar um orðaskipti sem ég átti við kristniboða hér fyrir nokkru. Ég skrifaði hana fyrir svona þremur vikum og hafði geymt hana til betra tíma. Ástæðan fyrir því að ég birti hana núna er að það voru einhverjir að pirra sig yfir því hvað ég var orðljótur í þessu rifrildi þannig að mér fannst tíminn passa. Gott að hafa eitthvað í sarpinum. Ég var annars mjög orðljótur í þessu rifrildi en mér fannst sá sem ég var að rífast við alveg eiga það skilið og ég biðst ekki afsökunnar á því. Sumir eiga bara skilið að fá skít í andlitið.