Fýluritgerð

Ég var að fá ritgerðina mína í Heimspekilegum forspjallsvísindum aftur. Ég fékk 7, satt best að segja ætti ég bara að vera ánægður með þetta, ég lagði cirka þrjár klukkustundir í þessa ritgerð og hún var ákaflega ófrumleg. Ég get hins vegar verið ósáttur við námskeiðið sem mér finnst óspennandi og sömu sögu er að segja um ritgerðarefnin sem ég hafði að velja úr. En hvað um það, þetta skiptir ekki neinu máli. Ég er komin á það stig að nota ý í stað í í nafni áfangans. Fýlan.