Fórum áðan til Árnýjar og Hjörvars í fyrsta skiptið í lengri tíma, spjölluðum og spiluðum.
Síðan fórum við á Nasa að hlusta á Ný Dönsk, í raun afar skemmtilegt og þægilegt. Reyndar var full stelpa sem að dansa um með sígarettu sem ég óttaðist að fá í mig eða fötin mín en annars var lítið af reykingafíflum.
Ný Dönsk var ágæt, þeir hafa oft verið betri. Verst þótti mér endurtekningar hjá þeim eftir hlé, sérstaklega þar sem þeir slepptu töluvert af góðum lögum. Flottast var Fram á nótt með innskotum úr Hello hans Lionel Ritchie, það var ótrúlega vel heppnað, gerði það líka auðveldara að heyra lagið.