Prófundirbúningur

Ég var að dunda mér við að setja upp próftöfluna mína í dagbókarforrit með vinnutímunum mínum, það kemur í ljós að þetta er flest vel samhæft. Reyndar þá fer próftíminn í skjalastjórn aðeins inn á vinnutíma en ég fæ bara einhvern til að vinna fyrir mig ef ég tefst (sem er ólíklegt miðað við hve fljótur ég er í prófum).

Síðasta prófið fer líka inn á vinnutíma og þá ætla að reyna að fá einhvern til að vinna það kvöld fyrir mig. Annars passar þetta fínt. Ágætt bil milli prófa nemi heimspeki og félagsfræði en það eru einmitt próf sem er auðvelt að læra fyrir saman, það eru jafnvel sömu hugmyndirnar sem er verið að vinna með í báðum greinunum.

Nú á ég bara eina ritgerð eftir, hef 10 dag í það og þá eru bara prófin eftir.

Og laufabrauðið, ekki gleyma því.