Mér datt í hug að einhverjir væru spenntir yfir því hvernig mér gengur í ræktinni, hvort ég væri búinn að gefast upp á þessu þar sem ég hef ekki minnst á þetta lengi. Alls ekki, ástæðan fyrir þögninni er sú að það er ekkert að frétta. Ég mæti þrisvar í viku er 45-65 mínútur þarna. Ég missti reyndar einn tíma úr um daginn vegna slappleika en ég fer ekki að angra mig á því. Ég er ekki farinn að léttast neitt en ég finn hvernig úthaldið er að batna og vöðvarnir að styrkjast. Ég reyni að þyngja þetta svona hægt og rólega. No worries.