Ó, hvað þetta var indælt próf. Ég var eiginlega orðinn hræddur um að falla og þorði ekki einu sinni að skoða aðalspurningarnar strax heldur reyndi að klára krossaspurningarnar. Síðan kom spurning sem allir þurftu að svara og hún var um kenningu Weber um uppgang kapítalismans sem fjallar meðal annars um kenningar Kalvíns og Lúthers, gleði. Valspurningarnar voru síðan flestar miklu betri en í fyrri prófum, best þótti mér að fá þróun á viðhorfi til vinnu frá forneskju til nútímans, þar koma trúarbrögðin líka sterk inn í. Hver segir að það sé gagnslaust að pæla í trúarbrögðum? Að lokum kom spurning um Tocqueville og Bandaríkin. Ég veit ekki af hverju en það hafði náði að festast vel í höfðinu á mér. Ég man vel að ég sat og las þetta í vinnunni um síðustu helgi og hef ekki lesið það almennilega síðan. Þetta var meiraðsegja betra en sjálfsmorðið hans Durkheim.