Ég væri til í það að fara að fá úr síðasta prófinu, allt annað er komið. Ég vildi að ég gæti bara lokað á síðustu önn, hölluðum hurðum er best að loka.
Ég verð bara í þrem áföngum á þessari önn, reyndar fer ég í próf í eins einingar kúrsi á miðvikudaginn en það ætti að vera ákaflega lítið mál. Ég hlakka til að læra um Norræna trú, það ætti að vera gaman að vera í tíma hjá Terry Gunnell.
Annars ætti þessi önn að vera þannig að það er jafnari vinna, ekki svona átak í lokin einsog síðast. Verð bara að reyna að vera jafn skipulagður og í fyrra þegar ég var búinn að klára sum verkefnin nokkrum vikum fyrir skiladag. Það var notalegt.
Ég þarf aldrei að vakna fyrir níu á þessari önn, það er þægilegt. Reyndar er stundaskráin ekki fullkomlega þægileg vegna þess að það er einn árekstur á henni en við (Eygló er í báðum þessum tímum líka) ættum að geta bjargað okkur.