Persónulegur sigur…

Ég var á deildarfundi áðan, það mættu fimm fulltrúar nemenda sem er meira en ég hef séð áður. Ég lít á þessa góðu mætingu sem persónulegan sigur, ég nöldraði mikið yfir lélegri mætingu í haust. Annars var líka deildarráðsfundur í dag. Listakynning á eftir… Allt á fullu.