Tvær Bónusferðir

Ég fór tvisvar í Bónus í gær. Í fyrra skiptið á var það Laugavegurinn. Ég ætlaði að versla kók, mjólk og brauð en þegar ég kom þarna inn var hvorki til brauð né kók. Þar að auki var mjög löng biðröð þarna. Ég ákvað að versla ekkert í það skiptið.

Seinna skiptið fór ég með Eygló og Ástu Hönnu eftir að hafa sótt þá fyrrnefndu í vinnuna. Við ákváðum að kíkja í Bónus í Kringlunni og komum þangað svona tíu mínútum áður en það átti að loka. Af einhverjum ástæðum var nær enginn þarna og þar að auki var ennþá töluvert til af tilboðsvörum. Búðin leit samt út einsog vígvöllur.

Við keyptum 5 tveggja lítra Bónus Appelsín á samanlagt 110 krónur. Við keyptum líka 6 tveggja lítra kók flöskur á 46 krónur stykkið (ef ég man rétt). Hver mátti aðeins kaupa tvær flöskur þannig að við buðumst til þess að við þrjú myndum borga þetta í þrennu lagi, afgreiðslumaðurinn nennti því ekki. Mjólkin var ókeypis. Gúrkur á tvær krónur stykkið og svo framvegis. Við keyptum um 70 vörur þarna og aðeins stóri osturinn kostaði meira en 200 krónur.

Skáparnir eru mjög fullir núna.