Starfsmaður á kjörstað

Ég var að vinna við rektorskosningarnar í dag. Ég þurfti að vakna um klukkan sjö í morgun, var mættur í vinnuna klukkan átta og við opnuðum kjörstað klukkan níu.

Þetta var ákaflega skemmtilegt. Fullt af vinum og kunningjum komu til að kjósa. Gaman. Þarna voru þrjú borð og til þess að gera þetta skemmtilegt þá fórum við í keppni um að fá sem flesta til sín, ósanngirni dyravarða varð til þess að okkar borð sigraði þá keppni ekki með miklum mun.

Mitt hlutverk var að taka við skilríkjum, þylja nafn og kennitölu. Síðan rétti ég fólki viðeigandi kjörseðil. Stelpurnar á borði með mér voru öflugar í þessu, skilst að þær hafi verið frá Vöku. Alltaf gaman að útdeila kjörseðlum, reyndi alltaf að giska í hvaða hóp fólkið væri.

Gaman var þegar Bladursdottir kom að kjósa, skondin prentvilla.

Við fengum líka að skrifa á okkur í kaffistofunni, misnotuðum það mikið. Þetta fyrirkomulag vakti meiri hrifningu en plokkfiskurinn sem þau fengu í síðustu viku.

Veðrið hafði líklega töluverð áhrif á kjörsókn, ein kona kom til okkar eftir að rifið buxurnar og skaddað fótlegginn. Ekkert alvarlegt samt. Ég ákvað að standa í dyrunum síðasta klukkutímann svo fólk klemmdist ekki þar. Dyravörðurinn ég.

Þessu lauk svo um hálfsjö í kvöld.

Ég held að Kristín sigri.