Um nám mitt

Um daginn var ég að ræða við Ástu, sem ég er núna að leysa af, um námið í bókasafns- og upplýsingafræði. Hún minntist á að hún hefði verið vöruð við því á sínum tíma að það væri nú hundleiðinlegt en á móti kæmi að í gegnum það kæmist maður í skemmtilega vinnu. Þetta var nákvæmlega pælingin mín þegar ég skráði mig í námið. Ég hafði mun meiri áhuga á heimspeki og sagnfræði en sá ekki fram á að það nám leiddi til þess að ég fengi spennandi vinnu.

Þetta nám hefur hins vegar leitt til þess að ég fékk góða vinnu í fyrrasumar, mjög góða vinnu í vetur og í sumar er ég einmitt að leysa af í vinnu sem ég væri alveg til í að lenda í eftir námið.

Spurningin nú er hvað ég geri að loknu námi. Mastersnám kemur sífellt meira upp í huga minn en þá er spurningin hvort ég ætti að halda áfram á praktísku brautinni eða fara aðeins meira inn á áhugamálin.

3 thoughts on “Um nám mitt”

  1. Nú þekki ég ekki það vel til en ef að b.a. námið dugar í bókasafns og upplýsingarfræði til að eiga góða starfsmöguleika áfram, er þá ekki tilvalið að taka masterinn í þá heimspeki eða sagnfræði? 🙂

  2. Eyddi hérna óvart út kommenti… reyni að svara spurningunni við tækifæri en stutta svarið er: Allt sem tengist flokkun og skráningu á upplýsingum.

Lokað er á athugasemdir.