Annað en spil

Við Eygló höfum gert fleira en að spila síðustu daga. Á sautjándann fórum við niður í bæ. Hittum fólk og fengum okkur síðan ís. Margskonar óspennandi dagskrá í gangi.

Í gær fórum við Hvalfjörðinn, stoppuðum hér og þar, enduðum á Akranesi. Fórum síðan aftur til Reykjavíkur og skoðuðum íbúð í Neðra-Breiðholti sem við ætlum væntanlega að gera tilboð í á morgun. Svoleiðis.