Örstutt um íbúðina

Ég var víst búinn að lofa meiru um íbúðina. Hún er semsagt í Bökkunum. Hún er á jarðhæð í stórri blokk. Með henni er örlítill garður sem er bara fyrir okkur. Þarna er líka pallur sem snýr í suður. Blokkin sjálf er U-laga (en ekki beint heldur kassalagað U) og inn í þessu U-i er sameiginlegur garður. Það er 10-11 þarna rétt hjá.

Íbúðin sjálf er um 89 fermetrar, þar af rúmlega 8 fermetra geymsla í kjallara. Það eru tvö stór svefnherbergi og ein stór stofa. Eldhúsið er í norðurhlutanum en stofan í suðurhlutanum, enginn veggur er á milli heldur er bara opið rými. Herbergin eru í norðurhlutanum sitt hvorum megin við eldhúsið. Það er engin forstofa, útidyrahurðin er í miðri íbúðinni á milli stofunnar og eldhússins. Baðherbergið er með baðkari sem mér þykir voðalega notalegt eftir að hafa verið rúm sex ár án slíks.

Fyrir þetta borgum við 14.2 milljónir. Einhverjar spurningar?