Borgar sig að vera frumlegur?

Davíð Smári er að fá hrikalega dóma fyrir plötuna sína og er gagnrýndur fyrir að fara auðveldu leiðina að taka bara coverlög. Ég er að spá hvort að Kalli Bjarni hafi á sínum tíma fengið hrós fyrir að taka frumsamin, man einhver það? Jón Sig seldi síðan miklu meira en Kalli með coverlagadisknum sínum. Ég held að það borgi sig varla að vera frumlegur. Kannski að Kalli hefði átt að gera einsog Davíð Smári, búa til eina coverlagaplötu og þá hefði hann getað farið í frumlegheitin með veskið fullt af peningum.