Þarf endurtalningu?

Ég var að lesa vefmoggann á rakst þar á undarlega frétt um val á Ólympíuborg. Það voru greidd atkvæði um hvaða borg skyld verða fyrir valinu. Þegar þrjár borgir voru eftir féllu atkvæðin: London 39 atkvæði, París 33 og Madrid 31. Lokaumferðin fór síðan 54-50 fyrir London. En þarna er undarleg athugasemd: „enda ákvað meirihluti þeirra sem stutt höfðu tillöguna um Madríd að greiða atkvæði með Lundúnum í staðinn.“ Nú minnkaði bilið milli London og París milli næstsíðustu og síðustu umferðar þannig að væntanlega hafa fleiri Madridarmenn farið á band Parísar en ekki London einsog Mogginn segir.

Ég veit að þetta er smámunasemi en mér þótti þetta eitthvað svo asnalegt.

Annars þá er ljóst að í raun ætti að standa Brentford 2012 en ekki London 2012.