Ég hef mikið verið að pæla í að kaupa mér tökuvél. Vandamál mitt er að ég hef ekkert vit á þessum tækjum. Nú sýnist mér að það séu aðallega tvær týpur, annars vegar með einhverjum litlum spólum og hins vegar með minniskorti. Hvort er betra? Eru minniskortin ekki of lítil til að taka upp nema takmarkað mikið efni? Og eru spólurnar ekki svo stuttar að maður þarf endalaust að kaupa sér nýjar? Sýnist þær kosta þúsundkall.
Ég geri svosem ekki of miklar kröfur, bara að þetta sé í ágætisgæðum og einfalt í notkun. Einhver sem veit eitthvað?